“Sem jólamynd frá Hollywood”

Mikill fjöldi erlendra ferðamanna dvelur nú á Íslandi sem á undanförnum árum, en vöxtur í ferðamennsku hér hefur verið langmestur á vetrartímanum. Margir þeirra ferðast í hópum og minna stundum á fiskitorfur sem hreyfast um árfarvegi miðborgargatna og stöðvast þá helst til að hlýða á fagnaðarerindi fararstjóranna.
Einn slíkur messaði yfir söfnuði sínum á Laugavegi í gær eftir að borgin var orðin alhvít af snjó, tekið var að skyggja og jólaljósin glitruðu sem aldrei fyrr. Sá átti erfitt með að leyna hrifningu sinni og klykkti út í heyranda hljóði með setningunni: “I have never seen anything as beautiful. This looks like a Christmas movie from Hollywood!” (Ég hef aldrei séð neitt jafnfallegt þessu. Þetta lítur út eins og jólamynd frá Hollywood!).
Glöggt er gests augað.Screen Shot 2016-12-22 at 09.30.51 https://youtu.be/SvfhoWIPoVw

Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.
© 2023 Miðborgin Reykjavík - Allur réttur áskilinn - Bankastræti 5, 101 Reykjavík