6.maí: Langur sólbjartur laugardagur framundan

Veðurguðirnir eru okkur hliðhollir um þessar mundir og mannlífið blómstrar í miðborginni sem aldrei fyrr. Nú er kjörið tækifæri til að ganga í bæinn og kíkja í búðir, tylla sér á veitingahús undir beru lofti og njóta blíðunnar. Líflegur fatamarkaður verður frá kl. 13:00 á Loftinu, Bankastræti 7 og myndlistarsýning Guðnýjar Rósu verður opnuð í Hverfisgalleríinu að Hverfisgötu 4 kl. 16:00. Í kvöld verða tónleikar Sóleyjar Stefánsdóttur í Mengi við Óðinsgötu 4 svo nokkuð sé nefnt af þeirri skrautlegu upplifunarflóru sem einkennir miðborg Reykjavíkur um þessar mundir.

Screen Shot 2017-05-06 at 10.56.06
Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.
© 2023 Miðborgin Reykjavík - Allur réttur áskilinn - Bankastræti 5, 101 Reykjavík