Freyjudjassinn heldur áfram í Listasafni Íslands og í dag, þriðjudag 4.júlí kl. 12:00 stíga þar á stokk þær Sara Blandon söngkona og Sara Mjöll Magnúsdóttir píanóleikari. Óhætt er að mæla með þessum tónleikum, báðar þykja Sörurnar skara fram úr, hvor á sínu sviði.