Skólavörðustígurinn er af mörgum talinn vera fegursta gata landsins. Iðandi mannlíf, fallegar verslanir og veitingahús einkenna þessa götu sem tekin var vandlega í gegn fyrir 10 árum. Sú endurgerð með tilheyrandi uppgreftri, lokunum og tálmunum hvers konar olli rekstraraðilum á götunni verulegum búsifjum, en þeim mun betri Skólavörðustíg þegar upp var staðið. Í dag er gatan vettvangur listsýninga að sumarlagi, árlegrar Blúshátíðar, Beikonhátíðar, Kjötsúpuhátíðar og Blómadags og er þá fátt eitt talið. Þá er Stígurinn talinn kjörinn vettvangur til að “stíga í vænginn”