Framundan er hinn árlegi Kjötsúpudagur á Skólavörðustíg, en þá verður að vanda miklu tjaldað til og þúsundum lítra af gómsætri kjötsúpu útdeilt til gesta og gangandi. Potturinn og pannan í þessum árlega stórviðburði er Jóhann Jónsson meistarakokkur og athafnaskáld í Ostabúðinni, en honum til atfylgis er m.a. fjölskyldan að baki Gullsmiðju Ófeigs, Eggert feldskeri og fjölmargir máttarstólpar aðrir
Að þessu sinni verður dráttarvél með heyvagni komið fyrir við gamla Hegningarhúsið og frambjóðendum flokkanna boðið að ræða um landbúnað og svara spurningum vegfarenda á pop-up kosningafundi viku fyrir Alþingiskosningarnar 2017. Bændur og búalið mun standa við kjötkatlana og ausa súpu á meðan þessu vindur fram en öllu jöfnu rís Kjötsúpudagurinn hæst milli kl. 13:00 og 16:00.
Þá eru jafnan í boði tónlistaratriði og skemmtilegheit af ýmsum toga. Því er óphætt að mæla eindregið með því að skunda á Skólavörðustíg n.k. laugardag 21.október.