Eftir nokkurt hlé snúa Tenórarnir þrír aftur í miðborgina á Þorláksmessu og bjóða upp á glæsilega hátíðardagskrá á stuttum og kraftmiklum tónleikum á Jólatorginu Hjartagrði kl. 18:00 og síðan með lengri dagskrá á Ingólfstorgi kl. 20:00. Jónas Þórir leikur undir hjá stórsöngvurunum sem eru Jóhann Friðgeir Valdimarsson, Elmar Gilbertsson og hinn sérstaki heiðursgestur Kristján Jóhannsson. Þá munu kórar, lúðrasveitir og jólasveinar verða á völdum stöðum í miðborginni fram eftir kvöldi á Þorláksmessu, en verslanir eru opnar til kl. 23:00 á þessum degi eins og endranær.