Vitundarvekjandi Umhverfishátíð í Norræna húsinu

Fjölbreytt umhverfisdagskrá fyllir Norræna húsið um helgina. Markmið hennar er að kynna einfaldar og skemmtilegar lausnir sem stuðla að grænna heimili. Boðið er upp á smiðjur, fyrirlestra, námskeið, kynningar, hönnunarsýningu og heimildarmyndir. Viðburðirnir þjóna allir þeim tilgangi að kynna leiðir til að nýta betur verðmætin í kringum okkur og draga úr sóun á ýmsum sviðum. Margir samstarfsaðilar koma að hátíðinni. M.a. Garðyrkjufélag Íslands, Landvernd, Listaháskóli Íslands, Matís, Sorpa, Umhverfisstofnun og Vakandi. Norðurlönd í fókus koma að skipulagningu hátíðarinnar og kosta hana. Meðal skemmtilegra viðburða er gróðursetning fyrir krakka, tiltekt í fuglafriðlandinu, fuðruverusmiðja með textílefni sem fellur til við framleiðslu á Íslandi, örnámskeið í moltugerð og fleira.

Nánar um hátíðina og dagskránna hér:

http://nordichouse.is/event/umhverfishatid-norraena-husinu/

Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.
© 2023 Miðborgin Reykjavík - Allur réttur áskilinn - Bankastræti 5, 101 Reykjavík