Í sl. viku hóf störf vaskur hópur undir forystu Finnboga Gústavssonar en hópnum er ætlað að dytta að ýmsu sem betur mætti fara í miðborginni, auka hreinsun og almenna fegurð í 101. Hópnum er ætlað að starfa í sumar, en auk hans er María Marko starfandi líkt og á sl. sumri ásamt hópi arkítekta sem beita sér fyrir því að torg og opin svæði í biðstöðu verði fegruð og þeim gefin ný hlutverk. Þeir sem vilja benda á eitthvað sem betur mætti fara í miðborginni er gefinn kostur á að senda línu á [email protected] og verður þá hinum öfluga hópi Finnboga og félaga gert samstundis viðvart.