Vetrarhátíð verður haldin dagana 1.–3. febrúar 2024 og fer hátíðin fram í Miðborginni. Þessi viðburður ljóss og myrkurs samstendur af þrem meginstoðum: Safnanótt, Sundlauganótt og ljósalist ásamt yfir 150 viðburðum þar sem fjöldi listamanna tekur þátt í að skapa einstaka stemningu í borginni.
Frítt er inn á alla viðburði á Vetrarhátíð.
Ljósaslóð Vetrarhátíðar verður í lykilhlutverki en það er gönguleið frá Hallgrímskirkju niður Skólavörðustíg og niður á Austurvöll sem er vörðuð með ljóslistaverkum.
Metfjöldi ljóslistaverka verða á Vetrarhátíð í ár, en alls lýsa 23 ljóslistaverk upp skammdegið á skapandi hátt og mynda skemmtilega gönguleið.
Upplifðu listaverk utandyra með þínum nánustu á þínum eigin hraða.
Ljóslistaverk og uppákomur þeim tengdum verður í gangi öll kvöld yfir hátíðina frá klukkan 18:30-22:30.
Nánari upplýsingar er að finna inná : https://reykjavik.is/vetrarhatid