Fosshótel Baron

Barónsstígur 2-4, 101 Reykjavík, 101 Reykjavík

Fosshótel Baron

Þriggja stjörnu hótel við sjávarsíðuna. Í göngufæri við Laugaveginn, Hörpu og aðra skemmtilega staði.

Uppruna Fosshótels Barons má rekja aftur til 19. aldar en hluti hótelsins var byggður árið 1898 og var þar með fyrsta steinsteypta byggingin í Reykjavík.

Franskur baron kom hingað til lands og lét byggja húsið, við Barónsstíg 4, en hann hugðist stofna þar fyrsta mjólkurbúið í Reykjavík. Bæði Barónsstígur og Fosshótel Baron voru nefnd eftir franska baroninum.

Í þessari sögufrægu byggingu við sjávarsíðuna má finna þriggja stjörnu hótel í göngufæri við Laugaveginn, tónlistarhúsið Hörpu og aðra skemmtilega og áhugaverða staði í miðbæ Reykjavíkur. Á Fosshótel Baron eru 120 herbergi og íbúðir og hentar hótelið því einkar vel fyrir einstaklinga, fjölskyldur sem og hópa.

Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.
© 2023 Miðborgin Reykjavík - Allur réttur áskilinn - Bankastræti 5, 101 Reykjavík