Miðborgin skartar sínu fegursta í haustsólinni. Hér eru 5 tillögur af hlutum sem hægt er að gera um helgina.
✨ Kítku í Bröns – Byrjaðu daginn með dásamlegum bröns á einum af flottu veitingastöðunum í miðborginni. Við mælum með að skoða nýja bröns hlaðborðið á Hnoss í Hörpunni.
✨ Listagallerí og sýningar – Miðborgin státar af fjölmörgum listasöfnum og galleríum. Í Listasafni Reykjavíkur – Hafnarhúsi verður opnun sýningarinnar: Erró: 1001 nótt
✨ Kaffihúsarölt – Skoðaðu falleg kaffihús, settu þig í hauststemningu með heitu kakói eða latte, og njóttu þess að fylgjast með lífinu í borginni. Upplifðu söguna og kíktu á nokkur af elstu kaffihúsum í miðborginni eins og Mokka Kaffi eða Prikið kaffihús.
✨ Tjörnin og Þingholtin – Fáðu ferskt loft og taktu rölt um miðborgina til að skoða mannlífið, fuglalífið við tjörnina eða sögulegar byggingar um Þingholtin.
✨ Búðarrrölt – Kíktu í búðarrrölt og skoðaðu allar þessar litlu hönnunar og sérverslanir í miðborginni.
🍂 Sjáumst á hauströltinu í Miðborginni.