Götulokanir verða í miðborg Reykjavíkur og mikil öryggisgæsla í og við lokaða svæðið á meðan þing Norðurlandaráðs 2024 fer fram í borginni. Þingið verður haldið á Alþingi og í Ráðhúsi Reykjavíkur.
Þingið er stærsti norræni stjórnmálaviðburðurinn á árinu en þar koma saman 87 þingmenn Norðurlandaráðs, forsætisráðherrar, utanríkisráðherrar, samstarfsráðherrar Norðurlanda og ýmsir aðrir ráðherrar frá öllum Norðurlöndunum. Að auki kemur fjöldi gesta frá löndum utan Norðurlanda.