Stærsta tónlistarhátíð landsins sett á Ingólfstorgi

Miðvikudaginn 31.október kl. 14:00 hófst hin alþjóðlega tónlistarhátíð Iceland Airwaves með tónleikum í örsmáu húsi á Ingólfstorgi. Það var hljómsveitin Tilbury sem reið á vaðið með þessum skemmtilega hætti og aðeins 3 tónleikagestir komust fyrir í húsinu en fjölmargir stóðu allt í kring og hlýddu á leik sveitarinnar. Á sjötta þúsund gestir sækja hátíðina að þessu sinni, alls eru um fjögur þúsund gestir af erlendum toga. Uppselt var á hátíðina í júlí.

Hér má fylgjast með tónleikum litla Eldhússins í beinni útsendingu.

Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.
© 2023 Miðborgin Reykjavík - Allur réttur áskilinn - Bankastræti 5, 101 Reykjavík