Á annan tug erlendra fjölmiðla fylgjast með jólaundirbúningi

Vaxandi áhugi erlendra ferðamanna á Íslandi að vetrarlagi hefur meðal annars leitt til þess að erlendir fjölmiðlarisar hafa ákveðið að staðsetja útsendara sína og myndatökumenn í Reykjavík í aðdraganda jólanna og hafa sumir þegar hafið upptökur og útsendingar frá Íslandi. Þannig er stærsta sjónvarpsstöð Japan með starfsmenn sína hér um þessar mundir og sama má segja um eina voldugustu sjónvarpsstöð heims, CNN, en það var einmitt frásögn þeirrar stöðvar árið 2010 af því að Ísland skartaði áhugaverðustu jólaborg heimsins, Reykjavík, sem brýndi alla lykilaðila borgarkerfisins til þess að rísa undir merkjum og væntingum.

Það hefur nú leitt til þess að allur undirbúningur, sérsmíðaðar skreytingar, myndvörpuvættir, Jólabær, viðburðahald og fjölmargt fleira gera það að verkum að Reykjavík er orðin sú jólaborg getur raunverulega risið undir jafn stórum og fjölþjóðlegum áskorunum.

Því er gjarnan haldið fram á Íslandi að upphefðin komi að utan. Í þessu tilfelli mætti segja að  ögrunin gerði það líka.

Austurvöllur í jólabúningi. Oslóartréð verður tendrað sunnudaginn 2. desember

Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.
© 2023 Miðborgin Reykjavík - Allur réttur áskilinn - Bankastræti 5, 101 Reykjavík