Fjöldi erlendra fjölmiðla sendi hingað tíðindamenn fyrir jól og áramót. Afraksturinn hefur verið að birtast bæði í alþjóðlegum ljósvakamiðlum á borð við CNN og prentmiðlum ýmissa þjóða. Flestir virðast sammála um ágæti Reykjavíkur sem áfangastaðar, enda gengi hagstætt og umtalsverður ávinningur af því að versla hér bæði sökum þess og hinna ríflegu 15% endurgreiðslna virðisaukaskatts. Borgin er sögð ægifögur, mannfólkið vingjarnlegt og menningar- og skemmtanalíf í blóma.