Hýrark um helgina

Harpan er vettvangur setningar Hinsegin daga í Reykjavík, en Gay Pride gangan er löngu orðin fjölmennasta skrúðganga á Íslandi. Borgarstjórinn Jón Gnarr verður að vanda þátttakandi í göngunni. Þegar hýrir arka verður Hýrark og er það ein þýðing á enska heitinu Gay Pride. Efstur í Hýrarkinu hefur öllu jöfnu verið poppstjarnan Páll Óskar sem skrar fram úr öðrum í göngunni með öflugu hljóðkerfi, risavörubíl og fjölda þátttakenda  í hópatriðum á vörubílspalli. Ætla má að hann verði Hr. Hýrark 2013 en Hýrarkið hefst við BSí og fer meðfram Tjörninni að Arnarhóli þar sem dagskrá fer fram.

Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.
© 2023 Miðborgin Reykjavík - Allur réttur áskilinn - Bankastræti 5, 101 Reykjavík
Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.