Íslenskir tónar hjá Kraum

 

Jón Siigurðsson og íslenskir tónarVerslunin Kraum , Aðalstræti 10, mun í samvinnu við íslenska tónlistarútgáfur opna sérstaka verslun með eingöngu íslenskri tónlist – ÍSLENSKIR TÓNAR -.

Verslunin verður í „Suðurstofunni“, en þar er álitið að Jón Sigurðsson forseti hafi dvalið í Íslandsferðum sínum, hjá bróður sínum Jens Sigurðssyni, sem á þeim tíma bjó í húsinu að Aðalstræti 10.

Markmiðið er að selja það besta sem í boði er á hverjum tíma og í starfsmannahópinn hafa bæst tónlistarmenntaðir menn, sem munu vinna að þessu markmiði með okkur.

FIMMTUDAGINN 17.OKTÓBER KL. 17:17 er hin formlega opnun og verður KRAUM opið til kl. 22:00.  HljómsveitinSpaðar munu spila við þetta tækifæri ásamt Kristjáni Hrannari trúbadúr, Forever friends og fleiri skemmtilegar uppákomur verða þennan dag.

Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.
© 2023 Miðborgin Reykjavík - Allur réttur áskilinn - Bankastræti 5, 101 Reykjavík