Aðalfundur Miðborgarinnar okkar 2014

Aðalfundur Miðborgarinnar okkar verður haldinn þriðjudaginn 29.apríl 2014 kl. 18:15 í Hannesarholti, Grundarstíg 10.

 Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf, ársskýrslur formanns og framkvæmdastjóra, ársreikningur kynntur af gjaldkera, gengið til stjórnarkjörs og kjörs embættismanna og síðan verður fjallað um helstu mál er varða miðborgina, framtíð hennar og möguleika.
Allir félagar í Miðborginni okkar eru boðnir hjartanlega velkomnir og að fundi afloknum verður boðið upp á léttar veitingar og tónlistaratriði.
Hannesarholt-e1391776206842
Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.
© 2023 Miðborgin Reykjavík - Allur réttur áskilinn - Bankastræti 5, 101 Reykjavík
Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.