Aðalfundur Miðborgarinnar okkar 30.apríl

Fimmtudaginn 30.apríl 2015 kl. 18:15 verður aðalfundur Miðborgarinnar okkar haldinn að Hannesarholti, Grundarstíg 10, 101 Reykjavík. Hefðbundin aðalfundarstörf verða í fyrirrúmi; Ársskýrsla kynnt og ársreikningar, kosið í stjórn, nefndir og ráð, ákvörðun félagsgjalda, lagabreytingar kynntar og önnur mál reifuð.

Fyrir fundinum liggur m.a. lagabreyting er heimilar að deildum félagsins verði fjölgað úr sjö í átta, en hafinn er undirbúningur að stofnun nýrrar öflugrar deildar er nær til Granda og Gömlu hafnar.

Formlegur stofnfundur þeirrar deildar er miðvikudaginn 29.apríl kl. 12:00 í Íslenska sjávarklasanum að Grandagarði 16, 101 Reykjavík.

Að aðalfundi afloknum verður boðið upp á léttar veitingar og lifandi tónlist á efri hæð.

Miðborgin-okkar2
Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.
© 2023 Miðborgin Reykjavík - Allur réttur áskilinn - Bankastræti 5, 101 Reykjavík