Aðventuapinn HRELLIR verður á vappi í miðborginni fram að jólum og þeir sem finna hann á förnum vegi eiga von á góðu. HRELLIR er grænn að lit og felur sig í nýrri verslun á hverjum degi, en þeir sem festa á honum auga setja nafn sitt og síma í sérstakan jólapóstkassa sem síðan verða dregnir út vinningar vikulega, þ.m.t. 10.000 króna Gjafakort Miðborgarinnar okkar, 5.000 króna Gjafakort o.fl.
Hægt er að fylgjast með ferðum apans og fá vísbendingar um hvar hann er staddur hverju sinni á Fésbókarsíðu Miðborgarinnar okkar, Facebook/midborgin.