Ættkvísl: Úlfabaunir

Miðvikudaginn 12. október kl. 17 verður vídeóverkið Ættkvísl: Úlfabaunir sýnt í Bíó Paradís. Höfundarnir eru Ásta Fanney Sigurðardóttir og Kött Grá Pje. Verkið byggist á hinu talaða orði en það er unnið fyrir Lestrarhátíð í Bókmenntaborg 2016 sem er haldin í október og tileinkuð samspili orða og mynda.

Verkið, sem er stuttmynd, tengir kvikmyndina við ljóð og orð og reynir að fanga sviðaða, en þó ólíka upplifun og við eigum að venjast í hreyfimyndum. Í grunninn er það skoðun á Grafarvoginum og nærumhverfi, en rithöfundarnir tveir fabúlera um geimárás og yfirtöku lúpínunnar í tilveru okkar í sci-fi kvikmynd sem byggð er upp í hugum áhorfenda. Það felur í sér vangaveltur um tilveru mannsins og togstreitu hans við form sem hann fær ekki breytt, deilur um stöðnun og hreyfingu. Ættkvísl: Úlfabaunir er á mörkum þess að geta talist ljóð, vídeóverk, handrit, heimildarmynd eða kvikmynd.

Frítt er inn á sýninguna og eru allir hjartanlega velkomnir! Skáldin verða viðstödd sýninguna og verður hægt að spjalla við þau um verkið að henni lokinni.

Dagsetning: 12. okt. kl. 17:00 – 18:00

Staðsetning: Bíó Paradís, Hverfisgata 54, 101 Reykjavík

Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.
© 2023 Miðborgin Reykjavík - Allur réttur áskilinn - Bankastræti 5, 101 Reykjavík
Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.