Ævisaga einhvers

Ævisaga einhvers

Einhver verður að segja sögu þeirra sem eru jú bara venjulegir…

Sögur almennra Íslendinga, sagðar af leikhópnum Kriðpleiri. Íslendingar eru sagnaþjóð og hafa í gegnum tíðina haft óseðjandi áhuga á ævisögum, endurminningum og frásögnum af kostulegu lífshlaupi sveitunga sinna og samlanda. Í sýningunni Ævisaga einhvers fjallar leikhópurinn Kriðpleir um íslenska ævisagnahefð og freistar þess að segja sögur venjulegra Íslendinga, fólksins sem ekki hefur þótt taka að skrifa bækur um. Langflestir eru jú bara venjulegir, sinna hvunndagslegu stússi, versla í Bónus, vaska upp, hlusta á útvarpið, fara á fund með skólasálfræðingnum, þurfa að fá lánaða kerru. Og svo framvegis. Einhver verður að segja þá sögu.

Leikhópurinn Kriðpleir hefur getið sér gott orð undanfarin misseri fyrir nýstárlega, fyndna en jafnframt persónulega nálgun við viðfangsefni sín. Kriðpleir hefur sett á svið fjórar sýningar; Blokk (2012), Tiny Guy (2013), Síðbúna rannsókn (2014) og Krísufund (2015) og hlotið þrjár tilnefningar til Grímunnar. Verk hópsins hafa verið sýnd í Þýskalandi, Sviss, Austurríki og Írlandi.

Frumsýnd 12. nóv. kl. 20:30 í Tjarnarbíói

2. sýn. 16. nóv. kl. 20:30
3. sýn. 19. nóv. kl. 20:30
4. sýn. 23. nóv. kl. 20:30

Leikarar eru: Árni Vilhjálmsson, Friðgeir Einarsson og Ragnar Ísleifur Bragason.

Utan sviðs: Bjarni jónsson og Sigrún Hlín Sigurðardóttir.

Staðsetning: Tjarnarbíó Tjarnargata 12 101 Reykjavík

Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.
© 2023 Miðborgin Reykjavík - Allur réttur áskilinn - Bankastræti 5, 101 Reykjavík
Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.