Afríkumenn magna upp bongóblíðu á Laugavegi og Granda

Laugardagurinn 7.maí er Langur laugardagur í miðborginni og er spáð hlýju. Afrískir slagverksmenn annast upplífgandi tónlistarflutning í miðborginni á þessum degi og hefja þeir leikinn á Fiskislóð 1 á Granda kl. 13:30 – í verslun Ellingsen- með hafsæknum hryntegundum. Kl. 14:30 verður hópurinn á Barónstorgi að Laugavegi 77, kl. 15:00 að Laugatorgi – við Kjörgarð, kl. 15:30 að Skólatorgi á mótum Skólavörðustígs og Bankastrætis og loks á Ingólfstorgi kl.16:00.

Fjölmargt spennandi er á döginni í miðborginni um þessar mundir, sumargötur í blóma og fjölþættur varningur í boði á góðum verðum.Screen Shot 2016-05-06 at 21.20.06Screen Shot 2016-05-06 at 21.27.35

Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.
© 2023 Miðborgin Reykjavík - Allur réttur áskilinn - Bankastræti 5, 101 Reykjavík