Airwaves flýgur með himinskautum

IMG_6945_Fotorolafura
Airwaves-hátíðin er hafin af fullum þunga. Ólafur Arnalds sló í gegn sl. fimmtudagskvöld ásamt Sinfóníuhljómsveit Íslands í Eldborg Hörpunnar. Þá átti hljómsveitin Hjaltalín afar sterka innkomu með blöndu af nýrra og eldra efni.

Múm leikur í Fríkirkjunni föstudagskvöld kl. 8:00 og sýrlenski tónlistarmaðurinn Omar Souleyman kemur fram í Hörpu sama kvöld en hann hefur starfað með fjölda þekktra listamanna, m.a. Björk Guðmundsdóttur.

 

Þýska ofursveitin Kraftwerk kemur síðan fram á sunnudag og mánudag í Eldborg og þarmeð lýkur þessari fjórtándu Airwaves hátíð með stæl.

Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.
© 2023 Miðborgin Reykjavík - Allur réttur áskilinn - Bankastræti 5, 101 Reykjavík