Airwaves – hátíðinni lokið

Stórkostlegri Airwaves -hátíð er nú lokið þar sem mikill fjöldi tónlistarmanna kom fram, innlendir sem erlendir. Hátíðin fór vel fram og mun vera sú fjölsóttasta til þessa, en um 4.300 tónlistarunnandi ferðamenn lögðu leið sína á hátíðina þetta árið.  Borgin hefur iðað af mannlífi alla helgina, búðir hafa verið opnar lengur en ella og margs konar tilboð og uppákomur á boðstólum.

Margir  sóttust eftir  að hlýða á svonefnda “off-venue” – dagskrá hátíðarinnar, en hún fór fram í verslunum, veitingahúsum, krám og fleiri skemmtilegum stöðum.

Vert er að þakka skipuleggjendum Airwaves – hátíðarinnar fyrir frábæra helgi!

iceair3IMG_7082_Fotor3nolo6
Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.
© 2023 Miðborgin Reykjavík - Allur réttur áskilinn - Bankastræti 5, 101 Reykjavík