Airwaves miðviku – Miðborgarvaka

Á morgun, miðvikudaginn 4.nóvember hefst Iceland Airwaves hátíðin. Samhliða hátíðinni er venjan sú að efnt er til miðborgarvöku og haft opið í verslunum fram eftir kvöldi og fólki gefinn kostur á sértilboðum, léttum veitingum og því að meðtaka Airwaves andann á off-venue tónleikastöðum víðs vegar um miðborgina. Að þessu sinni verður Miðborgarvakan sama dag og Airwaves hefst, sumsé á miðvikudag, og opið í verslunum til kl. 21 og víða lengur. Veitingahúsin verða skv. venju opin fram eftir kvöldi, enda mikill fólksfjöldi saman kominn í miðborginni á þessum tíma.12106775_10153620880620042_6599151543135240530_n

Sérstök ástæða er til að hvetja fólk til að kíkja í bæinn þetta kvöld því nýlokið er skreytingum á heilum 12 húsgöflum víðs vegar um miðborgina að undirlagi Airwaves. Veggmyndirnar eru allar stórglæsilegar og fá vonandi að standa óáreittar sem lengst.

Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.
© 2023 Miðborgin Reykjavík - Allur réttur áskilinn - Bankastræti 5, 101 Reykjavík
Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.