Alþjóðlegur dagur fíflagangs í Vonarstræti í dag

960

Það telst nýnæmi að Íslendingar skuli í fyrsta skipti í ár fagna Alþjóðlegum degi fíflagangs (International Silly Walk Day). Fíflagangsdagurinn fór fram í dag og var fíflagangbrautarmerki sett upp í Vonarstræti af tilefninu.
Dagurinn er tileinkaður öllum þeim sem berjast fyrir bættri geðheilsu. Samkvæmt facebook-síðu viðburðarins reynum við flest að tileinka okkur allt það sem bætir hressir og kætir og sumir eru á því að fíflagangur sé eitt af því.
Alþjóðlegur dagur fíflagangs er haldinn hátíðlegur út um allan heim, en hann á rætur sínar að rekja til Mony Python-gengisins. Tilgangur dagsins er að skemmta sér saman með smá fíflagangi. Dagurinn er tileinkaður hinu fræga Silly Walk Monty Python, sem John Cleese gerði ógleymanlegt um árið, en öllum er frjálst að útfæra fíflaganginn. Hver með sínu nefi.
Fíflagangurinn hófst formlega kl. 14 í dag í Vonarstræti með fyrstu skrefum Hrannars Jónssonar, formanns Geðhjálpar en hofum fylgdu fast á eftir landsþekktir gleðigjafar eins og Jakob Frímann Magnússon, Edda Björgvins, Björgvin Franz, Steindi Jr og fleiri.

Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.
© 2023 Miðborgin Reykjavík - Allur réttur áskilinn - Bankastræti 5, 101 Reykjavík
Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.