American Bar

Á American Bar er hægt að upplifa alvöru ameríska stemmingu! Eins og nafnið gefur til kynna þá er áherslan lögð á ameríska upplifun, amerískan mat, tónlist og skemmtun. Staðurinn er staðsettur í hjarta Reykjavíkur í Austurstræti 8 þar sem Thorvaldsen var áður til húsa. Í boði eru hamborgarar, svínarif og bragðgóðir kjúklingavængir. Þá er einnig í boði 50 mismunandi tegundir af bjór, meðal annars amerískur bjór, gott viský og auðvitað kokteilar. Lifandi tónlist kemur fólki í stuð öll kvöld vikunnar og ef þú vilt hrista aðeins upp í hlutunum má spreyta sig á dansgólfinu um helgar. Fyrir þá sem hafa áhuga á íþróttum, ensku deildinni eða meistaradeildinni þá er American Bar fyrir þig en HD sjónvörp eru í hverju horni á staðnum svo að þú missir ekki eina sekúndu af uppáhalds íþróttinni þinni. Staðurinn hefur að geyma fleiri en 100 sæti ásamt frábæru utandyra plássi, þannig að ekki ætti að vera vandamál fyrir þig að finna borð þér við hæfi. Endilega láttu sjá þig á American Bar Austurstræti! Staðurinn hefur verið starfræktur síðan í mars 2015.

Opnunartímar: Mán.-fimm 11:00-1:00
föst.-laugar. 11:00-4:30
sunn. 11:00-1:00

Staðsetning: American Bar, Austurstræti 8-10, 101 Reykjavík

Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.
© 2023 Miðborgin Reykjavík - Allur réttur áskilinn - Bankastræti 5, 101 Reykjavík
Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.