Árlegt skemmtikvöld sem aldrei klikkar

28 nóvember, 2017 Fréttir

Hið árvissa og sívinsæla Skemmtikvöld Kormáks og Skjaldar verður haldið í Þjóðleikhúsinu í kvöld, þriðjudaginn 28.nóvember kl. 21:00 . Vissara er þó talið að mæta nokkru fyrr því salur Þjóðleikhússins er fljótur að fyllast á þessum skondna menningarviðburði. Þeir kumpánar Skjöldur Sigurjónsson og Kormákur Geirharðsson hafa rekið hina stílhreinu Herrafataverslun Kormáks og Skjaldar um áratugaskeið, fyrst á Skólavörðustíg þar sem nú eru 12 tónar og síðan í kjallara Kjörgarðs þar sem stílistinn Colin Porter og Últíma voru um árabil hornsteinar miðborgartískunnar. Þá hafa dætur þeirra félaga, Brynja og Melkorka, hafið rekstur Kvenfataverslunar Kormáks og Skjaldar að Skólavörðustíg 28.
Þá reka þeir félagar jafnframt Ölstofu Kormáks og Skjaldar við Vegamótastíg og fellur hvorugum því sjaldnast verk úr hendi.

Screen Shot 2017-11-28 at 20.08.16
Vinna með okkur

Vinna með okkur

Hafa Samband
Eða
Skrá mig í samtökin

Skrá mig í samtökin

Skrá fyrirtæki