As We Grow

Klapparstígur 29, 101 Reykjavík

Hönnunarfyrirtækið As We Grow hannar föt og fylgihluti fyrir börn og fullorðna, framleitt úr náttúrulegum hráefnum, alpacaull og pima bómull. Fyrirtækið byggir á ábyrgum umhverfissjónarmiðum og afstöðu gagnvart líftíma og endingu framleiðsluvöru á tímum ofgnóttar. Tímalaus einfaldleiki hönnunar og einstök gæði vöru hafa ásamt samfélagslegri ábyrgð og metnaðarfullri stefnu í umhverfismálum skapað fyrirtækinu sérstöðu heima og heiman. Með vörulínunum er tvinnað saman fagurfræði, hefðum og nútíma í endingargóðan fatnað sem bæði vex með hverju barni og endist á milli kynslóða.  As We Grow er með verslun og Hönnunarstúdíó á Klapparstíg 29, og  selur einnig í völdum verslunum á Íslandi og erlendis. 

Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.
© 2023 Miðborgin Reykjavík - Allur réttur áskilinn - Bankastræti 5, 101 Reykjavík
Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.