Ástin og ljósin í bænum

Valentínusardagurinn er á næsta leiti, hinn rómaði dagur elskenda. Sá dagur hefur verið kenndur við rómantíkina, m.a. sökum þess að Valentínus er sagður hafa hjálpað elskendum að njótast og jafnvel ganga í hjónabönd við erfið skylirði. Í dag gerir fólk sér gjarnan dagamun á Valentínusardaginn og ræktar ástina með gjöfum, upplifun, samveru og hverskyns notalegheitum..

Miðborgin okkar státar af öllu því sem þarf til að gera daginn fallegan og eftirminnilegan. Verslanir bjóða upp á fallega gjafavöru. Fjölbreytt og huggulega veitingahús eru víðsvegar og ekki skemmir fyrir að Vetrarhátíðin er enn í fullum gangi og því tilvalið að skella sér á söfn í leiðinni eða huggulegan göngutúr, því ljósadýrð prýðir nú borgina sem aldrei fyrr.

 

Valentínusar
Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.
© 2023 Miðborgin Reykjavík - Allur réttur áskilinn - Bankastræti 5, 101 Reykjavík
Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.