Helgi Sigurðsson úrsmiður er áttræður í dag, miðvikduaginn 5.febrúar. Vinir og velunnarar fjölmenntu í morgun að verslun hans við Skólavörðustíg 3 þar sem afmælissöngurinn var fluttur ásamt fleiri lögum. Boðið var upp á súpu og ræðumenn kvöddu sér hljóðs og afhentu afmælisbarninu gjafir og árnaðaróskir.
Helgi hefur starfað á Skólavörðustíg síðan 1966. Hann var á sínum tíma kjörinn Sundkonungur Íslands og hefur enginn annar hlotið þann titil síðan. Aðspurður segir Helgi að sundíþróttin hafi veitt sér uppsafnaðan kraft sem nýtist honum vel nú á efri árum.