Áttræður , sígildur Kaffivagn

Kaffivagninn sígildi 8 er staðsettur í miðri nýjustu og heitustu kviku miðborgarinnar sem er Grandinn, og býður staðurinn upp á frábært útsýni yfir sólsetrið, höfnina, bátana og t.d. Hörpuna. Á matseðli Kaffivagnsins getur að líta úrval hefðbundinna íslenskra og skandinavískra rétta auk heitra og kaldra drykkja.

Einnig býður staðurinn upp á alhliða veisluþjónustu fyrir hópa og stærri samkomur. Frekari upplýsingar um veisluþjónustu Kaffivagnsins getur þú fundið á vefsíðu Kaffivagnsins www.kaffivagninn.is.

Kaffivagninn var stofnaður árið 1935 og fagnar því 80 ára afmæli um þessar mundir. Hús Kaffivagnsins hefur verið í núverandi mynd frá því 1975. Með nýjum eigendum hefur 21. öldin rutt sér til rúms á þessum elsta starfandi veitingastað Reykjavíkur, en Kaffivagninn fékk nýverið vínveitingaleyfi og er jafnframt tekinn að bjóða upp á fjölbreytt úrval te – og kaffidrykkja frá fyrirtækinu Te og kaffi.
Síðsumars 2014 var ráðist í framkvæmdir og glæsilegur pallur byggður við austurgafl Kaffivagnsins með útsýni yfir höfnina og Hörpu.

Það ættu allir að upplifa það að bregða sér a.m.k. einu sinni á Kaffivagninn. Líkurnar á endurkomu yrðu síðan að líkindum mun meiri en minni!

Staðsetning: Grandagarður 10, 101 Reykjavík.
Síminn er 551-5932.

Netfang [email protected]

Opnunartímar:

Mán.-fös. kl. 7:45-17:45
Lau.-sun. kl. 8:45-17:45

Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.
© 2023 Miðborgin Reykjavík - Allur réttur áskilinn - Bankastræti 5, 101 Reykjavík