Baconhátíðin á Skólavörðustíg er á laugardaginn

11 ágúst, 2015 Fréttir

Matar- og fjölskylduhátíðin Reykjavík Bacon Festival verður haldin á Skólavörðustíg n.k. laugardag 15. ágúst. Þetta er í fimmta sinn sem hátíðin er haldin. Þann 5.ágúst 2011 var hátíðin fyrst haldin, og þá að frumkvæði bandarískra pilta í samstarfi við valda rekstraraðila á Skólavörðustíg; Gullsmiðju Ófeigs , Ostabúðina o.fl.  Hátíðin var þá smá í sniðum og með gamansemina í fyrirrúmi. Síðan hefur hátíðin vaxið frá ári til árs í það að laða til sín tugi þúsunda gesta og afla fjár til góðra málefna, m.a. í þágu hjartasjúklinga.

Fjölmargir veitingastaðir munu bjóða upp á fyrsta flokks beikoninnblásna rétti  í bland við besta mögulega hráefni annað, þ.m.t. ferskan íslenskan fisk, svína-, lamba- og nautakjöt og íslenskt grænmeti.

Meðal þeirra sem koma fram eru hljómsveitir, kórar og lúðrasveitir og einnig verða hoppukastalar fyrir börnin. Þá er hinn eini sanni Herbert Guðmundsson sagður hafa boðað komu sína. 10960339_603082209827954_4827927440819391966_o205908_10150260735051097_7352792_nScreen Shot 2015-08-11 at 21.58.44

Hátíðin hefst kl. 14:00 og stendur til 17:00.

Vinna með okkur

Vinna með okkur

Hafa Samband
Eða
Skrá mig í samtökin

Skrá mig í samtökin

Skrá fyrirtæki