Ný íslensk ævintýraópera frumflutt í Hörpu

13 ágúst, 2015 Fréttir

Rímnalög, þulur, rapp og fjörlegir dansar eru meðal þess sem í boði verður þegar ævintýraóperan Baldursbrá eftir Gunnstein Ólafsson og Böðvar Guðmundsson verður frumflutt á sviði í Norðurljósasal Hörpu laugardaginn 29. ágúst næstkomandi. Tónlistin í Baldursbrá byggir að hluta á íslenskum þjóðlögum, hvort tveggja  rímnalögum og þulum, en þar bregður einnig fyrir rappi og fjörlegum dönsum. Söngvarar eru Fjóla Nikulásdóttir í hlutverki Baldursbrár, Eyjólfur Eyjólfsson í hlutverki Spóa, Jón Svavar Jósefsson er Rebbi, Davíð Ólafsson syngur Hrútinn og ellefu börn eru í hlutverki yrðlinga. Sextán manna kammersveit leikur undir stjórn Gunnsteins Ólafssonar.

Baldursbrá var flutt á tvennum tónleikum sumarið 2014 og var tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna, fyrst íslenskra barnasöngleikja. Jónas Sen, gagnrýnandi Fréttablaðsins, sagði í umsögn sinni um tónleikana að  Baldursbrá væri tilkomumikil barnaópera, tónlistin og textinn lífleg og flutningurinn kröftugur, tónlistin alþýðleg og grípandi. Sýningin er samstarfsverkefni Litla óperukompanísins, Íslensku óperunnar og Hörpu.

Fjórar sýningar eru fyrirhugaðar; 29. og 30. ágúst kl. 14 og 31. ágúst og 1. september kl. 20. Miðasala er á www.harpa.is og í síma 528 5050. Aðgangseyri er stillt í hóf og er aðeins 2.500 kr.

Þeir sem ekki geta beðið eftir frumsýningunni 29. ágúst geta tekið forskot á sæluna með því að mæta á opna æfingu á Baldursbrá í Norðurljósasal Hörpu á Menningarnótt, laugardaginn 22. ágúst kl. 14:30. Allir velkomnir og aðgangur er ókeypis.

Frekari upplýsingar um verkið og flytjendur er að finna á vefsíðu tónskáldsins; www.gunnsteinnolafsson.isbaldursbra_harpa_topb_1350x550px_18072015
Vinna með okkur

Vinna með okkur

Hafa Samband
Eða
Skrá mig í markaðsfélagið

Skrá mig í markaðsfélagið

Skrá fyrirtæki