Barnaball í Gamla Bíó haldið á ný

17 desember, 2015 Fréttir
barnball2014

Í Gamla Bíó var sá siður tekinn upp í fyrra að standa fyrir gamaldags barnaballi fyrir jólin. Næstkomandi sunnudag, þann 20. desember, verður því dansað í kringum jólatréð í fallegum salakynnum þessa sögufræga húss, en Barnakór Vatnsendaskóla mun leiða dans og söng. Allir eru velkomnir og aðgangur ókeypis eins og húsrúm leyfir. Svo nú er um gera að dusta rykið af gömlu góðu jólasöngvunum, pússa lakkskóna, hnýta bindishnúta og slaufur og lyfta sér á kreik. Leikar hefjast kl. 14.

Vinna með okkur

Vinna með okkur

Hafa Samband
Eða
Skrá mig í samtökin

Skrá mig í samtökin

Skrá fyrirtæki