Barþjónar etja kappi í Hörpu

889200

Ísland hefur fengið inngöngu í eina stærstu og virtustu barþjónakeppni heims, World class barþjónakeppnina, sem þykja stórtíðindi, þar sem virk kokteilmenning á sér aðeins um þriggja ára sögu hérlendis. Áskorun barþjónanna er að skapa heildarupplifun fyrir öll skilningarvitin; bragð, sjón, lykt, heyrn og snertingu en þjónarnir velja til að mynda tónlistina sem hljómar undir. Tíu bestu barþjónar landsins kepptu í dag undir tveimur þemum, Jörðinni og Hafinu. Þrír þeirra sem komast áfram munu svo etja kappi í Háaloftum Hörpu í svonefndri hraðakeppni í kvöld kl: 20:00, þar sem þemað er himinn. Sá sem sigrar keppnina í kvöld heldur svo áfram til Miami þar sem keppt er um titilinn “besti barþjónn heims” en keppendurnir í þeirri lokaviðureign koma frá alls 60 löndum. Ísland mun vera fámennasta landið sem tekur þátt en innganga þess í keppnina þykir mikill heiður og lyftistöng fyrir veitingabransann hérlendis sem vert er að fagna.

Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.
© 2023 Miðborgin Reykjavík - Allur réttur áskilinn - Bankastræti 5, 101 Reykjavík