Beikon á Löngum laugardegi

5 september, 2013 Fréttir

Beikonhátíðin á Skólavörðustíg er komin til að vera. Langur laugardagur 7.september er helgaður Beikonhátíðinni á Skólavörðustíg og verður mikið um dýrðir. Margs konar tilbrigði við beikon-stefið verður að finna, skemmtiatriði og veitingar í boði í þartilgerðum bjálkahúsum. Verður ágóðanum varið til tækjakaupa á Hjartadeild Landsspítalans.

Hljómsveitin Klaufar mun skemmta við Hegningarhúsið auk fleiri skemmtikrafta sem koma fram víðar á götunni. Allir eru að sjálfsögðu velkomnir.

Skólavörðustígur
Vinna með okkur

Vinna með okkur

Hafa Samband
Eða
Skrá mig í samtökin

Skrá mig í samtökin

Skrá fyrirtæki