Bíó Paradís er sannkölluð paradís

Bíó Paradís við Hverfisgötu hóf sýningar árið 2010 í húsnæði sem var byggt árið 1977 og var þá fyrsta kvikmyndahús landsins með fleiri en einum sýningarsal. Bíó Paradís er eina listræna kvikmyndamenningarhús landsins sem er rekið undir hliðstæðum formerkjum og “Art House Cinema” sem finna má í borgum víða um heim.
Bíó Paradís var lengst af rekið undir merkjum Regnbogans og er eina kvikmyndahúsið sem eftir er í miðbæ Reykjavíkur. Það er rekið af sjálfseignarstofnuninni. Heimili kvikmyndanna sem stofnað var af fagfélögum í kvikmyndagerð til að starfrækja listrænt kvikmyndahús í Reykjavík.
Bíó Paradís hefur sýnt á annað þúsund kvikmyndir frá öllum heimshornum og þannig tryggt íslensku kvikmyndaáhugafólki stóraukna fjölbreytni í kvikmyndaflóru landsins. Bíó Paradís hefur staðið fyrir óteljandi kvikmyndadögum þar sem kvikmyndamenning landa eins og Þýskalands, Indlands, Póllands, Filippseyja og fjölda margra annarra hefur verið í brennidepli. Bíó Paradís er sannkallað heimili kvikmyndanna og frá því að húsið opnaði, hefur framboð á Íslandi á kvikmyndum frá öðrum löndum en Bandaríkjunum margfaldast.
Það er tilvalið að skella sér í Bíó Paradís þar sem allskonar bíómyndir eru í boði.

Hægt er að kaupa sérstaka miða og kort til að bæta aðgengi fólks í hjólastólum að Bíó Paradís.

Kvikmyndahúsið er staðsett Hverfisgötu 54, 101 Reykjavík. Síminn er 412-7711 . Stockfish_BioParadisMiðasala opnar 17:00

Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.
© 2023 Miðborgin Reykjavík - Allur réttur áskilinn - Bankastræti 5, 101 Reykjavík
Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.