Björk Digital – Stafrænn sýndarveruleiki – Hörpu

Björk Guðmundsdóttir, fæddist 21. nóvember 1965 í Reykjavík. Björk er íslenskur popptónlistarmaður, sem hefur náð alþjóðlegri hylli. Snemma á ferli sínum var hún í nokkrum pönk- og djass-fusion hljómsveitum. Árið 1983 stofnaði hún ásamt fimm öðrum hljómsveitina KUKL, sem síðan þróaðist út í hljómsveitina Sykurmolarnir. Með þeirri hljómsveit hlaut Björk fyrst heimsfrægð. Þegar Sykurmolarnir hættu árið 1992 hóf hún sólóferil og hefur á honum gefið út 10 plötur, þar af 3 safndiska. Björk var tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir lagið ,,I´ve seen it all” úr myndinni Myrkradansaranum árið 2000. Björk hefur hlotið ýmis verðlaun fyrir tónlist sína, meðal annars Tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs 1997.

Stafrænn heimur Bjarkar eða Björk Digital er nýstárlegt sýndarveruleikaverkefni sem sameinar tónlist Bjarkar og nýjustu tölvutækni. Tónlistar- og ráðstefnuhúsið Harpa gengst fyrir komu verkefnisins til Íslands í samvinnu við tónlistarhátíðina Iceland Airwaves. Sýningin verður opnuð um leið og hátíðin hefst, en Björk heldur einmitt tvenna tónleika á Airwaves í ár. Gestir sýningarinnar fá að kynnast tónheimi Bjarkar á alveg nýjan hátt með því að njóta verka sem hún hefur gert í samvinnu við nokkra framsæknustu leikstjóra og forritara á sviði sýndarveruleika. Sýningin verður á þrem hæðum á austurhlið Hörpu og mun standa til áramóta. Björk Digital sýningin stílar inn á einstaklingsupplifun og komast aðeins 20 manns að í einu. Hleypt er inn á sýninguna á 15 mín fresti- og er sýningin amk 90 mín löng.

Sýningartímar: Frá 2. nóv. kl. 13:00-16:30
Til 30. des. kl. 13:00-16:30

Staðsetning: Harpa Austurbakka 2, 101 Reykjavík

Sími: 528-5000

Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.
© 2023 Miðborgin Reykjavík - Allur réttur áskilinn - Bankastræti 5, 101 Reykjavík
Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.