Bleikur fimmtudagur opinn til 21:00 í fjölmörgum verslunum

– Fjölmargar verslanir í miðborginni hafa tekið sig saman um Bleikan fimmtudag, n.k. fimmtudag 23.október.

Bleikur október er árleg vitundarvakning kvenna um að halda vöku sinni gagnvart ógnvöldum heilsunnar, m.a. með því að fara regulega í móðurlífs- og brjóstaskoðun.  Bleikur litur prýðir ýmsa staði miðborgarinnar og nú hafa nokkrar framsæknar konur í verslunarrekstri tekið höndum saman um að standa fyrir Bleikum fimmtudegi í miðborginni n.k. fimmtudag, 23. október þar sem opið verður til kl. 21:00 og sértilboð, léttar veitingar og uppákomur af ýmsum toga verða í fyrirrúmi. Þó konurnar eigi frumkvæðið skortir ekki samstarfsvilja verslunarmanna af báðum kynjum og meðal þeirra fyrirtækja sem þegar hafa staðfest þátttöku, þ.m.t. opnun til kl. 21:00 á fimmtudag eru: 38 þrep, Aftur, Kokka, My conceptstore, Eva, Kroll, Jör, AnnaRanna, Spútnik, Nostalgía, Freebird, Einvera, Gloría og Gotta. Sífellt fleiri hafa bæst í hópinn að undanförnu.

Heilsíðuauglýsing með sérstökum áherslum, merki og ramma hvers rekstraraðila  er ráðgerð í Fréttablaðinu n.k. fimmtudag 20.október ásamt FésBókarhernaði og annarri fjölmiðlaumfjöllun til að minna á þennan Bleika fimmtudag.

Næg bílastæði eru í miðborginni og bílastæðahús við Stjörnuport, Vitatorg, Traðarkot, Bergsstaði,Kolaport, Ráðhús og Vesturgötu.

Rekstraraðilar sem áhuga hafa á að taka þátt í viðburðinum og auglýsingunni MID_bleikurfim_faceflyer_151014geta skráð sig hjá: [email protected]

 

 

 

 

 

Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.
© 2023 Miðborgin Reykjavík - Allur réttur áskilinn - Bankastræti 5, 101 Reykjavík
Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.