Boðið upp á þátttöku í mótun framtíðar Laugavegarins

Meðal þess sem í boði er á Hönnunarmars föstudaginn 28.mars og laugardaginn 29.mars er sá kostur fyrir rekstraraðila, íbúa og alla sem unna Laugaveginum , að kíkja við að Laugavegi 18 í húsnæði Around Iceland og leggja fram hugmyndir og ábendingar varðandi framtíð götunnar. Á næstu árum er óhjákvæmilegt að ráðist verði í endurbætur á einstökum hlutum Laugavegarins og mikil áhersla er lögð á lýðræðislegt samráð áður en nokkuð verður ákveðið.

Pálmi Freyr Randversson og Hildur Gunnlaugsdóttir hjá USK, Umhverfis- samgöngu- og skipulagssviði hafa komið sér þar fyrir og bjóða gestum og gangandi til þátttöku í stefnumótun um framtíðarsýn og skipan þessarara elstu og lengstu verslunargötu Íslands.

Við hvetjum alla til að nýta sér tækifærið og leggja sitt af mörkum!

Fyrir þá sem óska eftir að senda inn ábendingar en komast ekki á staðinn má senda póst á netfangið: [email protected]

reykjavik laugavegur
Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.
© 2023 Miðborgin Reykjavík - Allur réttur áskilinn - Bankastræti 5, 101 Reykjavík
Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.