Bók handhafa Nordic Dummy Award 2016


Dagana 20. – 28. október 2016 verður til sýnis á Ljósmyndasafni Reykjavíkur ljósmyndabókin Be Good to Yourself eftir norska ljósmyndarann Katarinu Skjonsberg en hún er handhafi Nordic Dummy Award 2016. Einnig má sjá úrval bóka úr samkeppninni sem vöktu sérstaka athygli dómnefndarinnar, samtals tíu bækur. Að mati dómnefndar er bók Skjonsberg vel útfærð, fersk og margbreytileg. Bókin vekur upp margar spurningar hjá lesandanum en ljósmyndarinn er óhræddur við að flétta sinni persónu við efni bókarinnar. Þetta er í fyrsta sinn sem verk verðlaunahafa eru sýnd á Íslandi. Ljósmyndasafn Reykjavíkur er heiður að vera hluti af sýningarferð Nordic Dummy Award og er kynning á þeim gott innlegg í vaxandi útgáfu ljósmyndabóka hér á landi. Sýningin er opin mánudaga – föstudaga kl. 10 – 16.

Dagsetningar: Frá 20. október kl. 10:00 – 16:00
Til 28. október kl. 10:00 – 16:00

Staðsetning: Ljósmyndasafn Reykjavíkur, Tryggvagata 15, 101 Reykjavík

Sími: 411 – 6300

Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.
© 2023 Miðborgin Reykjavík - Allur réttur áskilinn - Bankastræti 5, 101 Reykjavík