Borgarstjóri afhendir sjálfan sig Geysi á Skólavörðustíg

jonoggeysir2_minni

 

kormáks5photo_minnihrím_minni studio4minni

 

geysirhauslitill_2

 

geysir2stór+minni_
Samkeppni um fegursta jólagluggann í miðborginni var til lykta leidd í beinni útsendingu á Rás 2 í morgun er dómnefnd undir forsæti Hafdísar Harðardóttur útnefndi þrjá glugga sem þóttu bera af: Glugga Hrím hönnunarhúss, glugga Herrafataverslunar Kormáks og Skjaldar og glugga verslunarinnar Geysis á Skólavörðustíg , en sá síðastnefndi hreppti fyrstu verðlaun er samanstóðu af verðlaunaskildi, gjafakorti, blómvendi og síðast en ekki síst… Jóni Gnarr sjálfum . Borgarstjóri hafði heitið eiganda fegursta jólagluggans því að starfa sem afgreiðslumaður hjá viðkomandi í eina klukkustund og svo mun verða í komandi viku. Verður það auglýst nánar er nær dregur. Jakob Frímann og Jón Gnarr afhentu verðlaunin að viðstaddri dómnefnd og verðlaunahöfum.

Nánar hér http://www.ruv.is/sarpurinn/virkir-morgnar/13122013-1

(Hlustið frá og með 72:00)

Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.
© 2023 Miðborgin Reykjavík - Allur réttur áskilinn - Bankastræti 5, 101 Reykjavík
Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.