Borgarstjóri opnar Jólabæinn Ingólfstorgi kl. 13 á laugardag

Jólabærinn á Ingólfstorgi verður opnaður kl. 12:00 laugardaginn 7.desember og verður opinn til kl. 18. Opið verður á sama tíma sunnudaginn 8.desember og svo um næstu helgi, 14. og 15. desember.

Jón Gnarr borgarstjóri mun mæta kl. 13:oo á laugardag, opna Jólabæinn með formlegum hætti og blessa, líkt og undanfarin ár. Honum til halds og trausts verður Trölakórinn og jafnframt mun hin eldspræka Leiðindaskjóða (sjá mynd) mæta og mun hún safna saman öllum leiðindum frá gestum og gangandi og eyða þeim samstundis , jafnhliða því að taka nokkur hress jólalög.

Mikil áhersla verður á hollmeti og jólavöru af ýmsum toga í Jólabænum, m.a. beint frá býli.

Verslanir í miðborginni eru opnar til kl. 17 á Löngum laugardegi og ýmsar verslanir töluvert lengur.jón&vætt1

Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.
© 2023 Miðborgin Reykjavík - Allur réttur áskilinn - Bankastræti 5, 101 Reykjavík
Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.