BOWIE – The Session

Screen Shot 2016-05-17 at 14.03.04

Ljósmyndasýningin Bowie – The Session eftir hinn heimsfræga Gavin Evans er opin í Esju, nýjum sýningarsal Hörpu. Sýningin er opin á hverjum degi frá kl. 11:00 – 18:00.

Bretinn Gavin Evans er búsettur í Berlín og er þekktur fyrir einstakt auga fyrir andlitsmyndum. Hann hefur myndað stjörnur á við Julliette Binoche, Daniel Craig, Dusty Springfield, Morrissey, Nick Cave, Iggy Pop, Ozzy Osbourne, Björk og Terry Gilliam.

Evans hefur starfað fyrir fjölda leiðandi tímarita á við New York Times og The Sunday Times. The Session er áhrifamikil og persónuleg birtingarmynd af manninum á bakvið goðsögnina. Myndir úr tökum Evans hafa verið birtar á forsíðu ótal tímarita og dagblaða frá því þær birtust fyrst árið 1995 í Time Out tímaritinu. Sérstaða Evans er hin einstaka tenging sem hann nær að skapa milli listamanns og ljósmyndara. Af öllum ljósmyndum sem teknar hafa verið af David Bowie, var mynd eftir Evans í algjöru uppáhaldi hjá Bowie. The Session opnaði 19. febrúar í The Institute í Holzmarkt Berlín en opnar jafnframt í A-Galerie Paris og Hörpu tónlistar – og ráðstefnuhúsi í mars. The Session mun ferðast vítt og breitt um heim á árinu.

Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.
© 2023 Miðborgin Reykjavík - Allur réttur áskilinn - Bankastræti 5, 101 Reykjavík
Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.