Bröns í miðborginni

🥂Bestu staðirnir til að byrja helgina

Það er fátt betra en að byrja daginn með góðum bröns í miðbænum – hvort sem þú ert í rólegheitar gír eftir helgina, að fagna tilefni með vinum eða einfaldlega í leit að góðum mat og góðum kaffibolla.

Við tókum saman lista yfir nokkra af skemmtilegustu brönsstöðunum í miðborg Reykjavíkur, þar sem stemming, þjónusta og matur sameinast í fullkomna upplifun.

🥐 Fjallkonan

Fallegur staður í hjarta miðborgarinnar með frábæran brönsmatseðli og frábæra drykki. Fullkomið fyrir vina- eða fjölskylduhitting með smá „glam“. Sjá nánar

🍳 Jörgensen Kitchen & Bar

Stílhreint, nútímalegt og með fjölbreytt úrval fyrir kræsingum – allt frá klassískum brönsréttum til ferskra heilsuvalkosta. Sjá nánar

🍾 Geiri Smart

Matur sem lítur út eins og listaverk og smakkast eins og draumur. Fyrir þá sem vilja njóta hágæða brönsupplifunar. Sjá nánar

🥂 Brút

Bröns í hinu glæsilega Tryggvagötu-húsi með einstöku vínúrvali og mat. Ekta „downtown feel“. Sjá nánar

🍽 Hosiló

Staðurinn þar sem hugmyndaflugið fer á flug og þú færð alltaf eitthvað óvenjulegt og dásamlegt á diskinn. Sjá nánar

🐖 Sæta Svínið

Vinsæll hjá bæði hjá íslendingum og ferðamönnum – létt, skemmtilegt andrúmsloft og safaríkir réttir með „comfort food“ yfirbragði. Sjá nánar

🧪 Apótek

Stílhreint bröns með kokteilum og frábærri þjónustu sem lætur þér líða eins og þú sért gestur heima hjá þér. Sjá nánar

🍷 Snaps

Parísarandinn í Reykjavík. Bröns á Snaps er alltaf vinsæll og upplifunin er bæði rómantísk og afslöppuð. Sjá nánar

🔥 Kol

Ef þú fílar bröns með karakter – og góða drykki – þá er Kol málið. Sjá nánar

🌮 La Poblana

Bröns með mexíkósku „twisti“ – tacos, huevos rancheros, eitthvað sem allir verða að prófa. Sjá nánar

☕️ Laundromat Cafe

Fjölskylduvænn, litríkur og skemmtilegur, einn vinsælasti brönsstaðurinn í miðborginni. Einstaklega skemmtilegur og afslappaður staður. Sjá nánar

Bröns í miðbænum er ekki bara máltíð – það er upplifun. Slepptu eldamennsku og byrjaðu daginn með stæl á einum af þessum frábæru stöðum!

Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.
© 2023 Miðborgin Reykjavík - Allur réttur áskilinn - Bankastræti 5, 101 Reykjavík
Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.