Burt og Bieber

Í kvöld, 12.júlí gefst Íslendingum kostur á að hlýða á eitt allra merkasta söngvaskáld síðari tíma, en það er án efa Burt Bacharach. Hann kemur fram í Eldborgarsal Hörpu með hljómsveit og úrval söngvara. Burt er 83 að aldri og á mörg af stærstu lögum sjöunda, áttunda og níunda áratugarins svo sem Say a little Prayer, The Road to San Hose og This guy is in love.

Síðan styttist í að ungstjarnan Justin Bieber heilli hinar yngri kynslóðir uppo úr skónum í Kórnum í Kópavogi í annarri viku september. Learn to love yourself er eitt af hans vinsælustu lögum en hann er almennt talinn standast samanburð við klassískar stórstjörnur Bandaríkjanna , söngvara á borð við Frank Sinatra, Elvis Presley og Justin Timberlake.

Þó furðulegt megi virðast, er enn hægt að nálgast miða á báða þá tónleika sem hér hafa verið nefndir.Screen Shot 2016-07-10 at 23.28.51

Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.
© 2023 Miðborgin Reykjavík - Allur réttur áskilinn - Bankastræti 5, 101 Reykjavík