Á Café Haiti er stöðugur straumur kaffiunnenda að gæða sér á kaffi. Eins og nafnið gefur til kynna koma kaffibaunirnar frá Haítí en þær eru brenndar á staðnum til að viðhalda ferskleika. Fyrir utan mikinn og góðan kaffiilm er það hlýlegt andrúmsloft sem tekur á móti manni þegar gengið er inn á Café Haiti í verbúðunum við Gömlu höfnina í Reykjavík.
Ásamt kaffi er einnig boðið upp á ýmiskonar kökur og bakkelsi sem Elda, sem rekur staðinn með eiginmanni sínum bakar sjálf, en einnig er nú á boðstólnum ýmislegt annað matarkyns fyrir svanga s.s. fiskisúpa, kjúklingaréttur ættaður frá Haítí, plokkfiskur með rúgbrauði, steiktur fiskur og ýmiskonar bökur. Matnum má skola niður með gosdrykk, bjór eða léttvíni.
Um helgar er lifandi tónlist á Café Haiti, þar sem leikin eru lög frá ýmsum löndum, blús, djass og eru flytjendurnir margir landsþekktir og andrúmsloftið notalegt.
Staðsetning: Geirsgötu 7b / Verbúð 2, 101 Reykjavík, Ísland
Opnunartímar: Mánud.-Fimmtud. 08:00-20:00.
Föstud. 08:00-23:00.
Laugard. 09:00-23:00.
Sunnud. 09:00-20:00