Dívurnar þrjár á svölum Caruzo kl. 21:00 í kvöld!

23 desember, 2015 Fréttir

Thoralarusdottir-sizedScreen Shot 2015-12-23 at 19.01.36Dívurnar Þóra Einarsdóttir, Dísella Lárusdóttir og Sigríður Ósk Kristjánsdóttir koma fram kl. 21:00 á svölum Caruzo við Austurstræti í kvöld, Þorláksmessukvöld 23.desember.
Í tilefni af 100 ára kosningaafmæli kvenna var afráðið að þrjár dvívur skyldu koma fram á vegum borgarinnar í stað tenóranna þriggja sem undanfarin ár hafa verið fastur liður í miðborginni á Þorláksmessu.

Verslanir eru sem kunnugt er opnar til kl. 23:00 í kvöld og sömuleiðis skautasvellið á Ingólfstorgi og Jólamarkaðurinn á Fógetatorgi.
Meðfylgjandi er hluti af blaðaauglýsingu gærdagsins.
Screen Shot 2015-12-23 at 18.45.13

Vinna með okkur

Vinna með okkur

Hafa Samband
Eða
Skrá mig í markaðsfélagið

Skrá mig í markaðsfélagið

Skrá fyrirtæki